Dýralæknir - Leiðbeiningar fyrir notkun á skráningarkerfi gæludýra
Hlutverk dýralæknis er að senda skjöl og vottorð varðandi gæludýr sem skráð er hjá sveitarfélaginu beint til sveitarfélagsins milliliðalaust. Það sparar tíma og einfaldar ferlið fyrir alla.
Áður en dýralæknir getur byrjað að hlaða upp skjölum þarf sveitarfélagið að veita dýralækninum aðgang. Eftir að aðgangur er veittur getur dýralæknirinn séð öll gæludýr og eigendur þeirra í sveitarfélaginu og hlaðið upp skjölum fyrir þau sem starfsmenn sveitarfélagsins fá þá aðgang að.
Sem dæmi um skjöl sem dýralæknir getur hlaðið upp í kerfinu er til dæmis vottorð um ormahreinsun og sett gildistíma vottorðs. Dýralæknirinn getur einnig stillt dags, og tíma handvirkt ef skjalinu var t.d. hlaðið upp síðar en aðgerð var framkvæmd, þar sem gildistími er reiknaður sjálfkrafa frá þeim degi sem vottorð um ormahreinsun er skráð í kerfið.
Vottorð og önnur skjöl sem dýralæknar setja í kerfið eru sjálfkrafa samþykkt og þurfa ekki athygli, eða samþykki starfsmanna sveitarfélagsins.
Listi yfir vottorð og önnur skjöl
Í lista yfir vottorð og skjöl getur dýralæknirinn séð öll gögn sem hann hefur búið til fyrir mismunandi sveitarfélög, með öllum upplýsingum um þau gögn, þ.e. tegund vottorðs eða skjals, dagsetningu þegar það var búið til, upplýsingar um gæludýr og eiganda þess, og gildistíma ef það á við.