Starfsmaður sveitarfélags - Leiðbeiningar fyrir notkun á skráningarkerfi gæludýra

Starfsmaður sveitarfélagsins getur unnið með upplýsingar um gæludýraeigendur, gæludýr þeirra, skjöl og reikninga.

Yfirlit og meðhöndlun gagna gæludýraeigenda

Í lista yfir gæludýraeigendur getur starfsmaður sveitarfélagsins skoðað upplýsingar um eigendur gæludýra, eins og nafn, símanúmer, valið tungumál og stöðu notanda. 

Gæludýraeigandi getur verið óvirkjaður ef hann býr ekki lengur í sveitarfélaginu eða á ekki lengur gæludýr. Einnig er hægt að skrá annan greiðanda en þann sem er skráður fyrir gæludýrinu.  Til dæmis gæti sonur eða dóttir skráð gæludýr fyrir foreldri sitt og skráð þann aðila sem greiðanda.  Að auki er t.d. hægt að leita með síu gæludýraeiganda eftir tegund gæludýrs og eða sendum reikningum.

Stjórnun á gæludýraskrám

Í lista yfir gæludýr getur starfsmaður sveitarfélagsins breytt upplýsingum um gæludýr, virkjað eða óvirkjað gæludýr og breytt stillingum fyrir QR- gæludýrasíðu,  (ákveðið hvort QR kóða síðan eigi að vera virk eða ekki og hvaða gögn eiga að birtast á þeirri síðu). Starfsmaðurinn getur einnig búið til nýtt skjal fyrir tiltekið gæludýr. Að auki er hægt að leita að gæludýrum eða sía þau eftir tegund og eiganda gæludýrs.

3_is.png 354.93 KB

Stillingar fyrir QR- kóða í hálsól gæludýrs

Sveitarfélagið mun útvega gæludýraeiganda QR- kóða á plötu til að setja í hálsól gæludýrsins þegar gæludýrið er skráð hjá sveitarfélaginu. Í kerfis aðgangi gæludýraeiganda fyrir sitt gæludýr getur hann stjórnað hvaða upplýsingar eiga að birtast þegar QR- kóði gæludýrins er skannaður inn með snjallsíma og er hann mjög mikilvægur þegar týnt gæludýr finnst. Þar er hægt að láta birtast nafn gæludýrs, tegund gæludýrs ásamt upplýsingum um eiganda.  

Hlutverk QR- kóðans er þannig að að flýta fyrir því að gæludýrið komist aftur til eiganda síns. Bæði gæludýraeigandinn og starfsmenn sveitarfélagsins geta breytt eða tekið út upplýsingar sem birtast þegar QR- kóðinn er skannaður inn með snjallsímaog einnig geta þeir slökkt á því þannig að slíkar upplýsingar birtist ekki þegar QR- kóðinn er skannaður inn með snjallsíma.  

4_is.png 235.61 KB

Til að opna QR- kóða síðuna sem inniheldur hlekkinn á síðuna fyrir týnd gæludýr, þarf að nota takkann með QR- kóða tákninu í stjórnkerfi gæludýra.

5_is.png 227.61 KB

Gerð QR-kóða fyrir síðu týndra gæludýra

Gerð og úthlutun QR-kóða fyrir gæludýr getur verið með tveimur hætti: Handvirkt eða sjálfvirkt. þegar QR - kóði er gerður sjálfvirkt mun kerfið sjálfkrafa gera og úthluta QR-kóða um leið og gæludýrið er skráð. Starfsmaður getur handvirkt gert QR-kóða og úthlutað til gæludýrs. Þegar það er gert handvirkt af starfsmanni sveitarfélags er hentugt að prenta marga QR-kóða í einu og senda eigendum gæludýranna sem þakklætis vott fyrir að hafa skráð gæludýrið. Sveitarfélagið getur einnig valið að flytja QR-kóðana út sem CSV-skrá eða sem QR-kóða myndir í ZIP-sniði.

is_qr.png 322.42 KB
Eins og sést á skjáskotinu hér að ofan eru útgefnir kóðar flokkaðir eftir útgáfudegi. Hægt er að síu til að sýna aðeins þá kóða sem þú vilt flytja út eða prenta.

Vinna með skjöl

Starfsmenn sveitarfélaga geta beðið gæludýraeigendur um ákveðnar tegundir skjala. Skjalategundir eru fyrirfram skilgreindar af kerfisstjóra skráningarkerfisins. Ef ný tegund skjals er nauðsynleg, þarf að biðja kerfisstjóra um að bæta því við. Sum skjöl geta haft gildistíma. Til dæmis er ormalyfjavottorð fyrir gæludýr aðeins gilt í sex mánuði, á meðan önnur skjöl hafa ekki gildistíma.

Auðveldasta leiðin til að búa til skjal er að smella á „Nýtt skjal“ táknið í gæludýralistanum. Í þessu tilfelli þarf ekki að leita að gæludýraeiganda og gæludýri í skjalakerfinu, þar sem upplýsingarnar verða fyrirfram útfylltar.

6_is.png 274.8 KB

7_is.png 178.62 KB

Eftir að gæludýraeigandi hefur hlaðið upp umbeðnu skjali getur starfsmaður sveitarfélagsins skoðað það og annaðhvort samþykkt eða hafnað, eftir niðurstöðum skoðunar eða kallað eftir nýju skjali. Stöðu skjalsins má breyta í skjalalistanum, og hver breyting á stöðu skjals sendir tilkynningu til gæludýraeigandans um uppfærða stöðu.

8_is.png 138.31 KB

Stjórnun reikninga

Það eru tvær tegundir af reikningum í kerfinu. Fyrsta tegundin er sjálfvirkt útgefnir reikningar, til dæmis árlegt gæludýragjald. Önnur tegundin eru handvirkt útgefnir reikningar, til dæmis reikningur vegna gæludýrs sem hefur farið í umsjón sveitarfélagsins.

Starfsmaður sveitarfélagsins getur skoðað yfirlit yfir reikninga, séð stöðu reikninga og breytt þeim úr „Ógreitt“ í „Greitt“.

11_is.png 225.22 KB

Það getur þurft að kreditfæra og gera nýjan reikning. Til dæmis, ef að það misfórst að gefa upplýsingar um að hundur hafi farið á hlýðninámskeið og á rétt á afslætti af árgjaldi. Þá getur starfsmaður sveitarfélagsins uppfært þær upplýsingar og gefið út nýjan reikning.

12_is.png 222.41 KB

Aðgerðir starfsmanns sveitarfélags 

Starfsmaður sveitarfélags getur stjórnað upplýsingum um gæludýraeigendur: Breytt gögnum gæludýraeigenda, skráð annan greiðanda árgjalda og annarra gjalda ef skráning er gerð fyrir annan aðila, virkjað eða óvirkjað aðgang gæludýraeigenda. Skráning gæludýraeigenda er sjálfvirk, svo ekki er þörf á að stofna aðgang handvirkt, þar sem aðgangur hvers gæludýraeiganda er búinn til sjálfkrafa eftir fyrstu auðkenningu inn í skráningarkerfið.

Í lista yfir gæludýraeigendur getur starfsmaður sveitarfélagsins séð símanúmer og netfang gæludýraeiganda ef eigandinn hefur gefið upp þær upplýsingar. Einnig sýnir fána tákn hvaða tungumál eigandinn kýs að eiga samskipti á.

imageedit_153_4214122103.jpg 35.22 KB