Umsjónamaður gæludýra – Leiðbeiningar fyrir notkun á gæludýraskráningarkerfinu
Umsjónarmaður gæludýra getur breytt kerfisstillingum, meðhöndlað umsóknir, bætt við notendum og skráð hlutverk þeirra og sinnt daglegum verkefnum í gæludýraskráningarkerfinu.
Hvernig á að bæta nýjum notanda við, s.s. starfsmanni sveitarfélags eða dýralækni inn í skráningarkerfið?
Til að bæta notanda við inn í kerfinu með hlutverki eins og til dæmis starfsmaður sveitarfélags, hundaeftirlitsmanni eða dýralækni, þarf notandinn að auðkenna sig í kerfinu í gegnum Island.is, rétt eins og gæludýraeigandi. Eftir auðkenningu, birtist notandinn á lista yfir gæludýraeigendur, þar sem stjórnandi sveitarfélagsins getur úthlutað honum viðeigandi hlutverki, s.s. hundaeftirlitsmanni eða dýralækni. Þegar hlutverkinu hefur verið úthlutað, þarf notandinn að skrá sig út og inn aftur til að virkja aðganginn með nýja hlutverkinu.
Stillingar sveitarfélags
Stjórnandi sveitarfélagsins getur breytt stillingum og upplýsingum í kerfinu, eins og skipt um byggðamerki sveitarfélagsins, sett upp skjöl sem sjálfkrafa eru send til umsækjenda varðandi stöðu gæludýraleyfis, og stillt skráningargjöld og / eða árgjöld fyrir gæludýr.
- Skráningastillingar
Í skráningarstillingum er hægt að sérsníða kerfið til að biðja um netfang og/eða símanúmer, ef þess er þörf. - Island.is auðkenningarkerfið veitir aðeins takmarkaðar upplýsingar: fornafn, eftirnafn og kennitölu notanda. Netfang og símanúmer eru ekki veitt sjálfkrafa. Þó að netfang sé ekki nauðsynlegt þar sem við notum önnur tilkynningarkerfi, er símanúmer mikilvægt, sérstaklega í tilvikum, eins og þegar þarf að hafa tafarlaust samband við eiganda týnds gæludýrs.
Auk þess er hægt að vista texta um persónuverndarstefnu í skráningarstillingunum eða setja tengil á heimasíðu með persónuverndarstefnu sveitarfélagsins. - Skjöl fyrir umsókn um skráningu gæludýrs
Í þessum hluta getur stjórnandi skilgreint hvaða skjöl á að biðja um sjálfkrafa úr skráningarkerfinu eftir að ný umsókn um gæludýraleyfi er móttekin. Dæmi um slíkt skjöl gæti verið staðfesting á ormahreinsun, búsetu í fjölbýlishúsi eða einbýli, hvort hundur hefur farið í hlýðninámskeið og staðfestingu á ormahreinsun. - Skráningargjöld og árgjöld
Stjórnandi sveitarfélags getur ákveðið hvort skráningargjald fyrir gæludýr verði innheimt sjálfkrafa við samþykki umsóknar eða síðar og stillt upphæð árgjalda eftir tegund gæludýrs. - Leyfisgjaldatímabil
Í þessum hluta getur stjórnandi stillt útgáfutíma reikninga, sem sjálfgefið, í júní og desember. Einnig er hægt að stilla hálfsárs- og árleg innheimtugjöld. Sum gæludýr kunna að vera undanþegin árlegu gjaldi. Stjórnandi getur einnig stillt afslátt í prósentum (allt að 100%) fyrir tiltekin skilyrði, t.d. ef hundur er leiðsöguhundur. - Aðgerðir stjórnanda sveitarfélags
Stjórnandi sveitarfélagsins hefur aðgang að öllum aðgerðum sem starfsmaður sveitarfélagsins og hundaeftirlitsmaður hafa, þar á meðal vinnslu gæludýraumsókna og gæludýraleyfa.
Nánari lýsingar á þessum aðgerðum má finna á viðeigandi síðum fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og hundaeftirlitsmenn.: Starfsmaður sveitarfélags, hundaeftirlitsmaður.