Hundaeftirlitsmaður - Leiðbeiningar fyrir notkun á skráningarkerfi gæludýra
Hundaeftirlitsmaður getur bætt færslum inn í kerfið yfir týnd gæludýr og hefur aðgang að lista yfir gæludýr og gæludýraeigendur til að finna gæludýrið og eiganda þess.
Listi yfir gæludýr
Hundaeftirlitsmaður hefur aðgang að lista yfir öll gæludýr. Hægt er að leita eftir nafni gæludýrs, QR- kóða, flögunúmeri, tegund gæludýrs eða kyni. Ef týnt gæludýr er tekið í umsjón sveitarfélags getur hundaeftirlitsmaður sett athugasemd við það gæludýr í kerfinu og ákveðið hvort reikningur verðir sendur á eiganda gæludýrsins samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Í listanum yfir gæludýr getur hundaeftirlitsmaður séð hversu oft gæludýrið hefur týnst og farið í umsjá sveitarfélagsins, sem hjálpar til við að ákvarða hvort innheimta eigi aukagjald á eigandann samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.
Á sama hátt er hægt að sjá hversu margir reikningar hafa verið gefnir út vegna þess að gæludýr hefur verið í umsjá sveitarfélagsins, það tákn er við hliðina á reikningatákninu í listanum yfir sögu gæludýrs.
Listi yfir gæludýraeigendur
Hundaeftirlitsmaður hefur aðgang að lista yfir gæludýraeigendur til að leita að símanúmeri eða öðrum tengiliðaupplýsingum eiganda gæludýrs til að t.d. tilkynna eiganda um fundið gæludýr.
Upplýsingar um hversu oft gæludýr hefur verið í umsjón sveitarfélagsins
Hundaeftirlitsmaður getur bætt færslum við sögu gæludýrsins, þar á meðal dags, og tíma þegar gæludýrið fannst og var tekið í umsjá sveitarfélagsins upplýsingum um staðsetningu og aðrar upplýsingar. Eftir að færslunni hefur verið bætt við getur hundaeftirlitsmaður ákvarðað hvort gerður verði auka reikningur á eiganda gæludýrsins og sett inn upphæð aukagreiðslunnar í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
Hver færsla þar sem skráð er að gæludýr hafi fundist og verið í umsjá sveitarfélagsins er skráð í sögu hundsins ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum, eins og nánari upplýsingar, um tengilið gæludýraeiganda eða aðrar upplýsingar. Ef sá reitur inniheldur upplýsingar mun skilaboðatáknið birtast við hliðina á fyrsta reitnum, sem inniheldur málanúmerið (ID), í lista yfir sögu hundsins í umsjón sveitarfélagsins. Með því að smella á það tákn opnst skilaboðagluggi með innihaldi skilaboðanna, sem hægt er að breyta eða eyða ef þörf krefur.