
Einföld og örugg gæludýraskráning – Kerfi fyrir sveitarfélög.
- Með stafrænu gæludýraskráningarkerfi minnkar pappírsvinnan og gerir skráningarferlið sjálfvirkt.
- Kerfið dregur úr launakostnaði sveitarfélaga með minni þörf fyrir handvirka vinnu.
- QR-kóði í hálsól gæludýra auðveldar að finna eigendur týndra dýra og eykur öryggi.
- Kerfið stuðlar að aukinni skráningu gæludýra.
Einfaldari skráning og aukin yfirsýn yfir gæludýrin
- Skráðu gæludýrið þitt á einfaldan og 100% rafrænan hátt og uppfærðu auðveldlega allar upplýsingar. Stjórnaðu skráningum þínum með þægilegum hætti.
- Fáðu QR-merki fyrir hálsól gæludýrsins með upplýsingum um dýrið og eiganda þess.
- Einföld yfirsýn yfir öll gjöld og þá þjónustu sem er innifalinn í gæludýragjaldi sveitarfélagsins.
Fyrir dýralækna
- Betri samvinna:
Dýralæknar og sveitarfélög geta unnið saman á skilvirkan hátt með miðlægu kerfi, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar og samræmdar. - Sparar tíma og eykur skilvirkni:
Dýralæknar sem starfa fyrir sveitarfélög geta nýtt sér aðgengi að kerfinu til að fá hraðari og nákvæmari upplýsingar um gæludýr, sem sparar tíma og gerir þjónustuna skilvirkari. - Aðgangur að gögnum í rauntíma:
Dýralæknar hafa aðgang að öllum skráðum gæludýrum í sveitarfélaginu, þar á meðal heilsufarsskrám, bólusetningum og öðrum mikilvægum upplýsingum, sem auðveldar eftirlit og meðhöndlun. - Markviss þjónusta:
Með aðgangi að nákvæmum upplýsingum um gæludýrin geta dýralæknar veitt betur sérsniðna þjónustu og ráðgjöf, byggða á einstaklingsbundnum þörfum hvers dýrs.
Ávinningur fyrir sveitarfélög
Aukning á skráningum gæludýra
Með einföldu og notendavænu skráningarkerfi hvetjum við fleiri eigendur til að skrá gæludýr sín, sem tryggir betri yfirsýn, aukið öryggi og bætir þjónustu sveitarfélaga.
Sjálfvirkar áminningar til eigenda um stöðu gæludýragjalda og annarra mikilvægra upplýsinga tryggja að eigendur fylgi reglum sveitarfélagsins um gæludýrahald.
Bætt heilsa og öryggi gæludýra
Með fleiri skráningum gæludýra tryggjum við að gæludýr fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu til að draga úr mögulegri útbreiðslu sjúkdóma.
Nákvæm skráning á heilsu og bólusetningum gæludýra bætir heilsu samfélagsins almennt.
Betri og nákvæmari upplýsingar
Nákvæm skráning gæludýra gefur sveitarfélögum mikilvæga yfirsýn sem auðveldar áætlanagerð og úthlutun þjónustu, svo sem dýraeftirliti og dýralæknaþjónustu.
Vitneskja um fjölda og dreifingu gæludýra gerir sveitarfélögum kleift að veita markvissa þjónustu og bregðast hratt og skilvirkt við málum, eins og flækingsdýrum.
Aukin ábyrgð og gegnsæi
Kerfið tryggir gegnsætt eftirlit með skráningu gæludýra, heilsufarsskrám og gjaldtöku, sem eykur traust og ábyrgð milli sveitarfélaga og gæludýraeigenda.
Nákvæm skráning gerir endurskoðun auðveldari og tryggir að fjármagn úr gæludýragjöldum nýtist á skilvirkan hátt í þjónustu sveitarfélagsins.

Skráðu þig á póstlistann
Með því að gerast áskrifandi samþykkir þú persónuverndarstefnu Icepets